Elon Musk skorar Ambani á hólm

Starlink getur útvegað Indverskum notendum háhraðanet í gegnum gervihnetti SpaceX.
Starlink getur útvegað Indverskum notendum háhraðanet í gegnum gervihnetti SpaceX. Ljósmynd/SpaceX

Samkeppni milli milljarðamæringanna Elon Musk og Mukesh Ambani fer harðnandi á Indverska fjarskipamarkaðinum. Þarlend stjórnvöld ákváðu að þau muni sjálf úthluta svonefndri gervihnattartíðni(e. Satellite spectrum) fremur en að leita útboða.

Fram kemur í fréttaskýringu BBC að ríkisstjórn Indlands telji sú ákvörðun sé í samræmi alþjóðlegum viðmið og gæti gert fyrirtækjum eins og Starlink, í eigu Musk, kleift að komast inn á markaðinn.

Ambani sem á fjarskiptafyrirtækið Reliance Jio, krefst þess hins vegar að uppboðleiðin sé farin til að tryggja sanngjarna samkeppni.

Suni Mittal, stjórnarformaður Bharti Airtel, sem einnig keppir um markaðinn, tekur undir með Ambani en saman stýra fyrirtæki þeirra yfir 80% af fjarskiptamarkaði Indlands.

Um 40% íbúa Indlands eru án netaðgangs og telja sérfræðingar að mikið verðstríð sé í kortunum, enda líklegt að Musk muni bjóða verulegan afslátt á netþjónustu til þess að ná fótfestu á þessum gríðarstóra markaði.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK