Kvika spáir 5,2% verðbólgu í október

Húsnæðisliðurinn skýrir m.a. hækkun vísitölu neysluverðs.
Húsnæðisliðurinn skýrir m.a. hækkun vísitölu neysluverðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvika spáir því að ársverðbólgan lækki úr 5,4% í 5,2% í október. Íslandsbanki er á sama máli en Landsbankinn spáir því að verðbólga lækki í 5,1%.

Í greiningu Kviku segir að hækkun vísitölunnar um 0,4% í mánuðinum skýrist nær alfarið af hækkun húsnæðisliðarins og árstíðabundinni hækkun innfluttra vara vegna jólaverslunar. Bráðabirgðaspá bankans spáir því að verðbólgan lækki í 4,9% í nóvember.

„Við eigum von á að verðbólgan staðnæmist í janúar, en hún gæti lækkað skarpt mánuðina á eftir,“ segir í greiningu Kviku.

Kílómetragjaldið hafi áhrif

Jafnframt segir að útreikningar Hagstofunnar í tengslum við breytingar á gjaldtöku kílómetragjalds ökutækja séu óvissuþáttur.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig umræddar breytingar verða meðhöndlaðar við útreikning á vísitölu neysluverðs.

Kvika metur það svo að verði kílómetragjaldið ekki tekið inn í neyslukörfu vísitölu neysluverðs muni ársverðbólgan mælast 3,9% í janúar en verða ella 4,9%. 

IFS á öðru máli

Kvika spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti um 25 punkta á fundi sínum hinn 20. nóvember. Bankinn telur þó að 50 punkta lækkun komi til álita.Greinendum Kviku þykir ólíklegt að stjórnmálaleg óvissa vegna þingrofs komi í veg fyrir vaxtalækkun, einkum ef þingleg meðferð fjárlaga næsta árs verður vel á veg komin.

Langtímaspár Íslandsbanka og Landsbanka gera jafnframt ráð fyrir að stýrivextir lækki á næsta fundi peningastefnunefndar. IFS ráðgjöf er á öðru máli, en greinandi fyrirtækisins spáir því að stýrivextir haldist óbreyttir út árið.

Greinin birtist í ViðskiptaMogganum á miðvikudag sl.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK