Atvinnuleysi tvöfaldast milli mánaða

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Ljósmynd/Hagstofa Íslands

Í september 2024 voru 12.700 atvinnulausir á landinu samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.

Á vef stofnunarinnar segir að árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra hafi verið 5,2%, hlutfall starfandi hafi verið 79,2% og atvinnuþátttaka 83,5%.

Einnig kemur fram á vefnum að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hafi tvöfaldast á milli mánaða, hlutfall starfandi hafi lækkað um 2,3 prósentustig og atvinnuþátttaka hafi nánast staðið í stað.

„Fyrir september mánuð má sjá nokkra breytingu frá undanförnum mælingum á vinnuafli en mælt atvinnuleysi var 4,6%, árstíðaleiðrétt 5,2% og leitni 3,4%,“ segir einnig á vef Hagstofu Íslands.

Sé rýnt í atvinnuleysi eftir kynjum má sjá að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hjá körlum var 5,9% í september en sama hlutfall hjá konum var 4,4%.

Greinin birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK