Staðan á fjármálamörkuðum áskorun

Jens Þórðarsson, framkvæmdastjóri Geosalmo.
Jens Þórðarsson, framkvæmdastjóri Geosalmo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Boðaðar hafa verið mikl­ar fjár­fest­ing­ar í land­eldi skammt frá Þor­láks­höfn. Eitt fyr­ir­tækj­anna, GeoSalmo, áform­ar upp­bygg­ingu á 24 þúsund tonna fisk­eldi og hafði þau mark­mið að hefja fram­kvæmd­ir á fyrri áfanga af tveim­ur vorið 2023 og að fyrstu afurðir færu á markað í árs­lok 2025. Heild­ar­fjárfest­ing verk­efn­is­ins er um 100 millj­arðar króna.

„Við höf­um verið með þrjú stór verk­efni á ár­inu. Það er að koma jarðvinn­unni af stað í Þor­láks­höfn og gekk sú vinna ágæt­lega en það hef­ur hægt aðeins á henni. Þá er næst­um lokið und­ir­bún­ingi og hönn­un fyr­ir fram­kvæmd­ina. Svo höf­um við verið að byggja upp seiðastöðina okk­ar á Laug­um í Landsveit í Rangárþingi og stefn­um á að taka hana í notk­un á fyrri hluta næsta árs,“ seg­ir Jens Þórðar­son for­stjóri GeoSalmo spurður um gang mála.

Fengið góðar viðtök­ur

Spurður hvers vegna hægt hafi á jarðvegs­vinn­unni í Þor­láks­höfn seg­ir hann að búið sé að gera það sem fyr­ir­tækið ætlaði sér í þeirri vinnu.

„Við erum bún­ir með það sem við ætluðum okk­ur í þeim kafla. Núna erum við að sækja meira fjár­magn og ætl­um okk­ur þá að hefja bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir. Jarðvinn­an er kom­in eins langt og við ætluðum okk­ur,“ seg­ir Jens. Hann seg­ist aldrei hafa farið í graf­göt­ur um að upp­bygg­ing á land­eldi sé stórt og fjár­frekt verk­efni og þess vegna sé mik­il­vægt að vanda vel til vinn­unn­ar og leysa það vel. Staðan á fjár­mála­mörkuðum í dag sé ein af helstu áskor­un­un­um.

„Fjár­mála­markaðir hafa verið al­mennt frek­ar hæg­ir und­an­far­in miss­eri, en við höf­um fengið mjög góðar viðtök­ur og það geng­ur heilt yfir mjög vel,“ seg­ir Jens.

Grein­in birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sl. miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK