Staðan á fjármálamörkuðum áskorun

Jens Þórðarsson, framkvæmdastjóri Geosalmo.
Jens Þórðarsson, framkvæmdastjóri Geosalmo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Boðaðar hafa verið miklar fjárfestingar í landeldi skammt frá Þorlákshöfn. Eitt fyrirtækjanna, GeoSalmo, áformar uppbyggingu á 24 þúsund tonna fiskeldi og hafði þau markmið að hefja framkvæmdir á fyrri áfanga af tveimur vorið 2023 og að fyrstu afurðir færu á markað í árslok 2025. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 100 milljarðar króna.

„Við höfum verið með þrjú stór verkefni á árinu. Það er að koma jarðvinnunni af stað í Þorlákshöfn og gekk sú vinna ágætlega en það hefur hægt aðeins á henni. Þá er næstum lokið undirbúningi og hönnun fyrir framkvæmdina. Svo höfum við verið að byggja upp seiðastöðina okkar á Laugum í Landsveit í Rangárþingi og stefnum á að taka hana í notkun á fyrri hluta næsta árs,“ segir Jens Þórðarson forstjóri GeoSalmo spurður um gang mála.

Fengið góðar viðtökur

Spurður hvers vegna hægt hafi á jarðvegsvinnunni í Þorlákshöfn segir hann að búið sé að gera það sem fyrirtækið ætlaði sér í þeirri vinnu.

„Við erum búnir með það sem við ætluðum okkur í þeim kafla. Núna erum við að sækja meira fjármagn og ætlum okkur þá að hefja byggingarframkvæmdir. Jarðvinnan er komin eins langt og við ætluðum okkur,“ segir Jens. Hann segist aldrei hafa farið í grafgötur um að uppbygging á landeldi sé stórt og fjárfrekt verkefni og þess vegna sé mikilvægt að vanda vel til vinnunnar og leysa það vel. Staðan á fjármálamörkuðum í dag sé ein af helstu áskorununum.

„Fjármálamarkaðir hafa verið almennt frekar hægir undanfarin misseri, en við höfum fengið mjög góðar viðtökur og það gengur heilt yfir mjög vel,“ segir Jens.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK