Nvidia tekur fram úr Apple

Nvidia-ofurtölva í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar.
Nvidia-ofurtölva í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar.

Örgjörvaframleiðandinn Nvidia varð á föstudag verðmætasta hlutafélag heims í stuttan tíma, og ruddi Apple úr fyrsta sætinu. Náði markaðsvirði Nvidia hámarki í 3.530 milljörðum dala á meðan markaðsvirði Apple var 3.520 milljarðar en hlutabréfaverð Nvidia lækkaði í framhaldinu og endaði félagið vikuna með ögn lægra heildarvirði en Apple, eða 3.470 milljarða dala virði.

Hækkaði gengi Nvidia um 0,8% í viðskiptum dagsins en Apple um 0,4%. Er þetta í annað skiptið sem Nvidia tekst að verða verðmætasta hlutafélag heims en í júní komst félagið upp fyrir bæði Microsoft og Apple. Microsoft vermir núna þriðja sætið og er metið á 3.182 milljarða dala.

Hlutabréfaverð hækkað um 194%

Nokkuð langt bil er yfir í fyrirtækin þar fyrir neðan og er Google í fjórða sæti, metið á 2.043 milljarða dala, þá Amazon sem metið er á 1.971 milljarð og loks Meta sem núna er 1.439 milljarða dala virði.

Nvidia hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu en það sem af er þessu ári hefur hlutabréfaverð félagsins hækkað um nærri 194% og bara síðasta mánuðinn mælist hækkunin tæplega 17%. Til samanburðar hefur markaðsvirði Apple hækkað um tæplega 25% frá ársbyrjun og rétt tæp 1,6% undanfarinn mánuð.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK