Ragnar, Pálmar og Haraldur ráðnir til Verna

Ragnar Árnason, Pálmar Gíslason og Haraldur Gunnarsson.
Ragnar Árnason, Pálmar Gíslason og Haraldur Gunnarsson. Ljósmynd/Verna

Ragn­ar Árna­son, Pálm­ar Gísla­son og Har­ald­ur Gunn­ars­son hafa verið ráðnir til trygg­inga­tækni­fé­lags­ins Verna sem sér­fræðing­ar á sviði upp­lýs­inga­tækni.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá trygg­inga­tækni­fé­lag­inu.

Seg­ir þar að Ragn­ar Árna­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri tækni­sviðs Verna. Er hann með B.Sc. gráðu í tölv­un­ar­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík þar sem hann stundaði einnig kennslu og rann­sókn­ir.

Kem­ur Ragn­ar til Verna frá Moodup þar sem hann gegndi stöðu tækn­i­stjóra, en var áður hjá Gang­verk í rúm 6 ár þar sem hann vann einna mest fyr­ir banda­ríska upp­boðshúsið Sot­hebys.

Hef­ur Pálm­ar Gísla­son verið ráðinn sem yf­ir­maður gagna­vís­inda hjá Verna. Er hann með B.Sc. gráðu í raf­magns- og tölvu­verk­fræði frá Há­skóla Íslands og meist­ara­gráðu í verk­fræði með áherslu á hag­nýta stærðfræði frá DTU í Dan­mörku.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að Pálm­ar sé með víðtæka reynslu á sviði gagna­vís­inda og kem­ur hann til Verna frá CCP þar sem hann sinnti gagna­vís­ind­um og grein­ing­um en áður starfaði hann hjá Íslands­banka og Fugl­um.

Þá hef­ur Har­ald­ur Gunn­ars­son verið ráðinn sem for­rit­ari hjá Verna. Hann er með B.Sc. gráðu í tölv­un­ar­fræði frá Há­skóla Íslands og er með yfir 13 ára reynslu af bak­enda­for­rit­un. Hef­ur Har­ald­ur meðal ann­ars starfað hjá Jiko, Tra­vels­hift, Gang­verk og Nova.

Mik­ill feng­ur 

„Það er mik­ill feng­ur í þeim Ragn­ari, Pálm­ari og Har­aldi. Þeir falla vel inn í þau verk­efni sem framund­an eru og munu styrkja enn frek­ar sókn okk­ar á þeim mörkuðum sem við störf­um. Ekki síst verk­efni sem snúa að því að selja lausn­ir Verna er­lend­is,“ er haft eft­ir for­stjóra Verna, Friðriki Þór Snorra­syni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að trygg­inga­tækni­fé­lagið hafi haslað sér völl á sviði öku­tækja­trygg­inga og tækja­trygg­inga fyr­ir snjall­tæki á borð við snjallsíma, spjald­tölv­ur og snjallúr.

Þá séu hug­búnaðarlausn­ir fé­lags­ins farn­ar að vekja at­hygli er­lend­is og hafa m.a. verið til­nefnd­ar til verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka