Ökumenn þekkja flestir að götur höfuðborgarinnar geta verið erfiðar yfirferðar og þá sérstaklega í rigningu vegna rása í veginum. Morgunblaðið hafði samband við Vegagerðina sem ber ábyrgð á stofnæðum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum þaðan staðfestir Vegagerðin að langvarandi skortur á fjármagni til viðhalds hafi valdið þessari stöðu.
Á árinu 2024 er fjárþörfin til þessara verkefna á landsvísu að lágmarki 18 milljarðar að mati Vegagerðarinnar. Raunfjármagn er hins vegar um 12 milljarðar. Það er því ljóst að Vegagerðin þarf að forgangsraða. Fjármagn fyrir árið 2024 til slitlaga á suðursvæði, þar með til höfuðborgarinnar, var 2.258 milljónir eða einungis um 19% af heildarfjármagni. Vegagerðin kallar eftir meira fjármagni til að sinna sínu hlutverki.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.