Festi hagnaðist um 2,2 milljarða

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Festi á þriðja ársfjórðungi nam 2.232 milljónum króna sem er hækkun um 416 milljónir króna eða 22,9% milli ára. Lyfja kom inn í rekstur félagsins 1. júlí sl. sem gerir samanburð rekstrartalna milli ára erfiðan. Heildartekjur námu 44.845 milljónum króna sem er aukning um 18.4% milli ára.

Rekstur félagsins gekk vel að því er segir í tilkynningu á þriðja ársfjórðungi og var niðurstaðan betri en áætlanir stjórnenda. Vörusala jókst um 18,5% milli ára eða um 6,4% án Lyfju. Afgreiðslufjöldi jókst um 11,3% eða um 3,2% án Lyfju. Framlegðarstig nam 24,5% en framlegð í krónum hækkar um 26,3% milli ára en rekstrarkostnaður hækkar um 30,4% á sama tíma en án áhrifa Lyfju hækkar rekstrarkostnaður um 8,8%.

Vörusala Lyfju á 3F nam 4,5 milljörðum

EBITDA félagsins nam 4.741 milljónum króna sem er 21,4% hækkun milli ára. EBITDA Krónunnar var 255 milljónum króna hærri en árið áður, EBITDA N1 var 64 milljónum króna hærri en EBITDA ELKO var 12 millj. kr. lægri en árið áður. Hagnaður þriðja ársfjórðungs nam 2.232 milljónum króna sem er hækkun um 416 milljónir króna eða 22,9% milli ára. Horfur fyrir síðasta ársfjórðung ársins eru ágætar að því er fram kemur í ársreikningi.

Lyfja kom líkt og áður sagði inn í rekstur félagsins frá 1. júlí sl. og nam vörusala félagsins 4.549 milljónum króna á fjórðungnum. EBITDA nam 473 milljónum króna og hagnaður 186 milljónum króna. 

Haft er eftir Ástu Fjeldsted, forstjóra Festi í tilkynningu til Kauphallarinnar að rekstur félagsins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Bæting var á öllum sviðum rekstrar með aukningu í heimsóknum, fjölda seldra vara og fjölda seldra lítra milli ára. Framlegðarstig styrktist hjá öllum félögum samstæðunnar," segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka