Framkvæmdirnar fram undan á Þjórsársvæðinu

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi félagsins í fyrra.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi félagsins í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haustfundur Landsvirkjunar fer fram í dag á milli klukkan 13 og 15. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Á haustfundinum verður meðal annars farið yfir þær umfangsmiklu framkvæmdir sem eru að hefjast á Þjórsársvæði með Hvammsvirkjun, Búrfellslundi og stækkun Sigöldustöðvar. Hvað verður gert hvenær og í hvaða röð?

Jafnframt verður fjallað um áhrif á nærsamfélög virkjana, samspil við ferðaþjónustu og ýmislegt fleira.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Góður granni, gulli betri
    Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis ræðir um margvíslegan ávinning af starfsemi Landsvirkjunar í nærsamfélagi.
  • Ferðaþjónusta og orkuvinnsla
    Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri hjá Nærsamfélagi og náttúru fjallar um samspil ferðaþjónustu og orkuvinnslu.
  • Sófaspjall
    Jóna Bjarnadóttir, Guðmundur Finnbogason og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu spjalla við Dóru Björk Þrándardóttur, nýsköpunarstjóra hjá Landsvirkjun.
  • Ávarp ráðherra
    Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpar fundinn.
  • Látum verkin tala
    Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda, fer yfir aðdraganda, umfang og skipulag þeirra viðamiklu framkvæmda sem fram undan eru næstu árin á Þjórsársvæði.
  • Sófaspjall
    Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra sitja fyrir svörum hjá Vordísi Eiríksdóttur, forstöðumanni reksturs og auðlinda.

Fundarstjóri er Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK