Haustfundur Landsvirkjunar fer fram í dag á milli klukkan 13 og 15. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.
Á haustfundinum verður meðal annars farið yfir þær umfangsmiklu framkvæmdir sem eru að hefjast á Þjórsársvæði með Hvammsvirkjun, Búrfellslundi og stækkun Sigöldustöðvar. Hvað verður gert hvenær og í hvaða röð?
Jafnframt verður fjallað um áhrif á nærsamfélög virkjana, samspil við ferðaþjónustu og ýmislegt fleira.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Góður granni, gulli betri
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis ræðir um margvíslegan ávinning af starfsemi Landsvirkjunar í nærsamfélagi.
- Ferðaþjónusta og orkuvinnsla
Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri hjá Nærsamfélagi og náttúru fjallar um samspil ferðaþjónustu og orkuvinnslu.
- Sófaspjall
Jóna Bjarnadóttir, Guðmundur Finnbogason og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu spjalla við Dóru Björk Þrándardóttur, nýsköpunarstjóra hjá Landsvirkjun.
- Ávarp ráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpar fundinn.
- Látum verkin tala
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda, fer yfir aðdraganda, umfang og skipulag þeirra viðamiklu framkvæmda sem fram undan eru næstu árin á Þjórsársvæði.
- Sófaspjall
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra sitja fyrir svörum hjá Vordísi Eiríksdóttur, forstöðumanni reksturs og auðlinda.
Fundarstjóri er Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun.