SKEL og Samkaup slíta viðræðum

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa og Ásgeir Helgi Reykfjörð, forstjóri …
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa og Ásgeir Helgi Reykfjörð, forstjóri SKEL. Samsett mynd

Fjárfestingafélagið SKEL og Samkaup sem rekur verslunarkeðjuna Nettó hafa slitið samrunaviðræðum. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fram kemur í tilkynningunni að Samkaup hafi mætt rekstrarlegum áskorunum það sem af er ári. 

Þar segir að matvörueiningar Heimkaups hafi einnig mætt slíkum áskornum, líkt og uppgjör SKEL fyrir fyrstu 6 mánuði ársins ber með sér.

SKEL gerði kröfu um að hluthafar Samkaupa myndu auka hlutafé félagsins fyrir samruna. Stjórn Samkaupa féllst ekki á þá kröfu og tilkynnti um slit á viðræðunum.

„Óneitanlega vonbrigði“

Haft er eftir Ásgeir Helga Reykfjörð forstjóra SKEL að félagið hafi fjárfest miklum tíma og undirbúningi í að koma á laggirnar þriðja stóra aflinu á íslenskum smásölumarkaði.

Það eru því óneitanlega vonbrigði að það hafi ekki reynst fjárhagslegar forsendur fyrir því verkefni að þessu sinni. Við teljum að neytendur kalli eftir endurnýjun á matvörumarkaði, eins og nýleg opnun Prís sýnir. Í einfaldri mynd þá töldum við rétt og eðlilegt að dregið yrði úr áhættu í rekstri sameinaðs félags með innspýtingu eiginfjár og á það var ekki fallist. Við teljum að allir aðilar hafi unnið sín verkefni í þessu ferli af fullum heillindum og óskum Samkaup velfarnaðar í sinni vegferð. SKEL er óbeinn 5% hluthafi í Samkaupum og mun áfram fylgjast náið með þróun félagsins,“ er haft eftir Ásgeir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka