Tekjur Marel drógust saman

Árni Sigurðsson, forstjóri Marel.
Árni Sigurðsson, forstjóri Marel.

Tekjur drógust saman um 6,8% á milli ársfjórðunga og 4,1% á milli ára vegna lágrar stöðu pantanabókar. Tekjur voru tæplega 387,9 milljónir evra á fjórðungnum. Hlutfall pantana á móti tekjum (e. book-to-bill) var 1,04 á ársfjórðungnum. Hagnaður nam 3,8 milljónum evra á fjórðungnum og jókst milli ára.

EBITDA framlegð nam 13,8% á þriðja ársfjórðungi og EBIT framlegð 9,4%, sem er bati bæði á milli ára og ársfjórðunga.

Staða pantanabókar enn lág

Mótteknar pantanir hækkuðu í 403 milljónir evra sem má helst rekja til pantana fyrir stærri verkefni í alifuglaiðnaði. Staða pantanabókar er enn lág og nemur 33% af tekjum síðustu tólf mánaða. 

Búist er við aukningu í mótteknum pöntunum á komandi ársfjórðungum. Þörf er á frekari vexti pantanabókar til að styðja við tekjuvöxt og bætta rekstrarafkomu.

Fullur tilhlökkunar

Haft er eftir Árna Sigurðssoyni, forstjóri Marel í tilkynningu til Kauphallarinnar að uppgjör Marel fyrir þriðja ársfjórðungs endurspegli áherslur og aðgerðir félagsins til að bæta skilvirkni og hagræða í rekstri á tímum áskorana í ytra umhverfi.

„Það er ánægjulegt að framlegð síðustu tveggja fjórðunga hækkar þrátt fyrir lægri tekjur á þriðja ársfjórðungi sem sýnir glöggt þann árangur sem náðst hefur í bættum rekstri félagsins. Það er einnig uppörvandi að sjá verulega aukningu í mótteknum pöntunum í alifuglaiðnaði og við búumst við auknum pöntunum heilt yfir, þrátt fyrir að pantanir í öðrum iðnuðum hafi verið lægri í fjórðungnum. Með auknum pöntunum og hærri pantanabók samhliða hagræðingaraðgerðum gerum við ráð fyrir að skila áframhaldandi bata í rekstri. Að því sögðu staðfestum við horfur félagsins fyrir árið 2024 og til meðallangs tíma (e. mid-term)," er haft eftir Árna.

Þá segir jafnframt að fyrirhugaðri sameiningu við JBT miði vel áfram og stefnt er að því að gengið verði frá viðskiptunum eigi síðar en 3. janúar 2025.

Það eru sterk rök fyrir sameiningu félaganna og ég er fullur tilhlökkunar að grípa þau tækifæri sem munu skapast í framhaldinu fyrir viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa okkar. Saman munum við halda áfram að sækja fram og ná árangri á grundvelli viðamikillar þekkingar og reynslu beggja félaga, Marel og JBT,” er enn fremur haft eftir Árna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka