Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

F.h Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason eru …
F.h Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason eru nýir forstöðumenn hjá OK.

Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á svið skýja- og rekstrarþjónustu. Þá Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason. 

OK sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins og stofananir sem og alþjóðleg fyrirtæki.

Fram kemur í tilkynningu Ok að Karl Óskar hafi verið ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar í skýja- og rekstrarþjónustu. Karl er með B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi mikla reynslu af því vera deildarstjóri upplýsingatæknisviðs í fyrra starfi. 

Kristján Aðalsteinsson tekur við sem forstöðumaður vef- og hugbúnaðarlausna. Kristján er með MBA frá Háskóla Ísland og hefur einnig hlotið menntun í stjórnendamarkþjálfun frá sama háskóla. Hann hafi reynslu af sölu og verkstýringu og í fjölda ára byggt upp teymi hérlendis og erlendis í handbolta. 

Þorvaldur Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður kerfislausna. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hann þekkir vel til upplýsingatækniheimsins og hefur unnið lengi hjá OK í viðskiptastýringu og vöruþróun. 

„Við erum afar ánægð með þessa nýju stjórnendur en reynsla þeirra og þekking mun styrkja OK enn frekar á þeirri vegferð sem fyrirtækið er. OK er í miklum vexti og það er okkur afar mikilvægt að fá rétt fólk í ferðalagið með okkur,“ segir Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri skýja- og rekstrarþjónustu OK í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka