Breytingin hafi ekki áhrif til lengri tíma

Hafsteinn Hauksson er aðalhagfræðingur Kviku.
Hafsteinn Hauksson er aðalhagfræðingur Kviku. Ljósmynd/Aðsend

Ársverðbólgan hjaðnaði í október en hún fór úr 5,4% í 5,1%. Hjöðnunin var í takt við efri mörk spár greiningaraðila, hún lækkaði í takt við lægri spár. Ársverðbólgan án húsnæðisliðarins mælist nú 2,8%.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en peningastefnunefnd tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 20. nóvember næstkomandi.

Í greiningu Íslandsbanka segir að tölur dagsins bendi til minnkandi verðbólguþrýstings og að sú þróun haldi áfram næstu mánuði.

„Kólnandi leigumarkaður gæti einnig haft veruleg áhrif til lækkunar verðbólgu næstu misseri. Við gerum ráð fyrir því að verðbólga fari inn fyrir efri vikmörk Seðlabankans á fyrsta fjórðungi næsta árs,“ segir í greiningunni.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% og munaði þar mestu um hærri flugfargjöld og matarkostnað.

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku segir að frá því í sumar hafi verið skiptar skoðanir á skuldabréfamarkaði varðandi hvaða áhrif fyrirhuguð innleiðing á kílómetragjaldi á bifreiðar muni hafa á vísitölu neysluverðs. Hann nefnir að þegar frumvarp um upptöku kílómetragjalds fór í samráðsgátt hafi krafan á verðtryggðum ríkisbréfum hækkað töluvert.

Lítur á kílómetragjald sem afnotagjald

„Einhverjir voru að búast við verðbótatapi í janúar vegna þessa. Viðkomandi gerðu ráð fyrir að bensínverð myndi lækka vegna niðurfellingar opinberra gjalda á eldsneyti og Hagstofan myndi þá ekki taka fyrirhugað kílómetragjald inn í vísitöluna, þar sem um skatt væri að ræða en ekki afnotagjald. Nú er Hagstofan aftur á móti búin að taka allan vafa af því að hún lítur á kílómetragjaldið sem afnotagjald og því mun það teljast inn í vísitöluna eins og önnur veggjöld,“ segir Hafsteinn.

Hann bætir við að enn ríki þó óvissa um hvernig gjaldið reiknast inn í vísitöluna og hve mikið það muni vega.

„Við sjáum að markaðir hafa verið að endurverðleggja stysta flokk verðtryggðra ríkisbréfa í dag,“ segir Hafsteinn.

Ég tel að nettó áhrifin í janúar verði lítil sem engin og til lengri tíma muni þessi breyting ekki hafa mikil áhrif á verðbólgu þar sem einkum er um tilfærslur á opinberri álagningu að ræða. Kílómetragjaldið kemur inn og álögur hins opinbera á eldsneyti fara út,” segir Hafsteinn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka