Viðskiptaráð vill aðhald í styrkveitingum

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ár hvert hljóta frjáls félagasamtök milljarða króna í styrki frá ráðuneytum og ríkisstofnunum. Lítið gagnsæi ríkir um umfang þessara styrkja, til hverra þeir eru veittir og á hvaða grundvelli að mati Viðskiptaráðs sem leggur til þrjár leiðir til að auka gagnsæi og aðhald með þessum styrkveitingum.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá ráðinu sem ber heitið: Styrkir til félagasamtaka: hið nýja skúffufé?

2,5 milljarðar króna í styrki

Stjórnvöld hafa nú birt sundurliðun á styrkjum til frjálsra félagasamtaka í kjölfar fyrirspurnar frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, alþingismanni. Í svörum við fyrirspurninni kemur fram að styrkir ráðuneyta og ríkisstofnana til frjálsra félagasamtaka námu 2,5 milljörðum króna árið 2023.

Í greiningunni segir að þegar styrkirnir eru skoðaðir eftir ráðuneyti sjáist að utanríkisráðuneytið vegur þar þyngst, en það veitti 962 milljónum króna í 34 styrki til frjálsra félagasamtaka. Þar á eftir kemur félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, sem veitti alls 703 milljónum í 77 slíka styrki. Menningar- og viðskiptaráðuneytið var það þriðja umfangsmesta, en það veitti 513 milljónum í 48 styrki.

Fram kemur að einungis í tilfelli utanríkisráðuneytisins er meirihluta styrkjanna getið í sérstöku fylgiriti fjárlaga um styrktar- og samstarfssamninga. Meirihluti styrkja annarra ráðuneyta virðist því veittur án samninga sem lágu fyrir við fjárlagagerð að því er fram kemur í greiningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka