Afkoman í takt við áætlanir

Ásgeir Reykfjörð, forstjóri SKEL.
Ásgeir Reykfjörð, forstjóri SKEL. Ljósmynd/Aðsend

Afkoma óskráðra rekstrarfélaga í meirihlutaeigu SKEL er heilt yfir í takt við það sem var greint frá í hálfsársuppgjöri félagsins. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.

SKEL flokkar rekstrarfélögin í eignasafninu annars vegar sem félög á neytendamarkaði og hins vegar sem innviði og félög á fyrirtækjamarkaði. 

Fyrirtækjamarkaður og innviðir

  • Styrkás, þ.e. Skeljungur, Klettur og Stólpi (Eignarhlutur SKEL er 63,4%)
  • Gallon (Eignarhlutur SKEL er 100%)

Neytendamarkaður

  • Orkan, þ.e. Orkan og Löður (Eignarhlutur SKEL er 100%)
  • Heimkaup, þ.e. Lyfjaval ehf., Prís, 10-11, Extra o.fl.  (Eignarhlutur SKEL er 81%)

Afkomuna má sjá í töflunni hér:

Úr tilkynningu SKEL til Kauphallar.
Úr tilkynningu SKEL til Kauphallar.

Rekstur Styrkáss umfram áætlanir

Rekstur Styrkáss hefur gengið vel og var umfram áætlun á fjórðungnum. Innan samstæðu félagsins núna eru Skeljungur, Klettur og Stólpi. Rekstur Gallon ehf. er á áætlun. Seld var fasteign á Fálkavöllum að andvirði 143 milljónum króna sem hefur 105 milljóna króna áhrif á EBITDA félagsins á tímabilinu.

SKEL og sérhæfður fjárfestir eiga í viðræðum um viðskipti með 100% hlutafjár í Gallon. Fram kemur að nánar verði upplýst um framgang þessa máls eftir því sem tilefni er til.

Hagræðingaraðgerðir muni skila árangri

Rekstur Orkunnar gengur vel og var umfram áætlun á fyrstu níu mánuðum ársins. Sala á raforku er í samræmi við áætlanir félagsins. Heimkaup opnaði lágvöruverðsverslunina Prís og hafa viðtökur verið góðar. Áskoranir hafa annars verið í rekstri annarra verslana sem hefur verið undir væntingum en gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða sem munu skila árangri á næstu mánuðum. 

Hagnaður af skráðum hlutabréfum í eigu félagsins nam 1.069 milljónum króna á 3. fjórðungi ársins. Helstu skráðar hlutabréfastöður í lok fjórðungsins eru 2.747 milljónir króna í Skaga og 3.644 milljónir króna í Kaldalóni. Aðrar skráðar hlutabréfaeignir námu 1.674 milljónum króna í lok fjórðungsins. Lánsfjármögnun stóð í 4.236 milljónum króna í lok fjórðungs og reiðufé og ríkisskuldabréf voru 3.964 milljónir króna. 

Kaup á síðari hluta íbúða við Stefnisvog, sem eru 50 talsins, munu ganga í gegn á fjórða ársfjórðungi. Fasteign í Litlatúni var seld í október. Söluverð var 460 milljónir króna og hefur verið að fullu greitt. Fasteignin var bókfærð á 370 milljónir króna. 

Kortleggja tækifæri í Evrópu

Unnið hefur verið markvisst síðustu 18 mánuði að kortlagningu tækifæra á smásölumarkaði (e. retail) í Evrópu en SKEL hefur lýst því yfir að til framtíðar sé ætlunin að auka hlutfall erlendra eigna í eignasafni félagsins.

Fjárfesting SKEL í belgísku verslunarkeðjunni INNO var gerð í gegnum félagið Stork ehf. sem er 100% í eigu SKEL. Hlutverk Stork verður að halda utan um erlendar eignir SKEL með skýrt skilgreindum markmiðum og stjórn.

SKEL áætlar að opna fyrir fjárfestingu annarra í Stork ehf. til að efla félagið, ná fram eignadreifingu og nýta þau tækifæri sem það telur að séu til staðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK