Fjórir nýir stjórnendur hjá Íslandsbanka

Árdís, Feyr, Guðmundur og Petra eru nýir forstöðmenn hjá Íslandsbanka.
Árdís, Feyr, Guðmundur og Petra eru nýir forstöðmenn hjá Íslandsbanka.

Íslands­banki hef­ur ráðið þau Árdísi Björk Jóns­dótt­ur sem for­stöðumann dag­legra bankaviðskipta, Frey Guðmunds­son sem for­stöðumann sta­f­rænn­ar þró­un­ar, Guðmund Böðvar Guðjóns­son sem deild­ar­stjóra vörumerk­is og Petru Björk Mo­gensen for­stöðumann viðskiptaum­sjón­ar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu bank­ans að Árdís Björk Jóns­dótt­ir komi frá Stokki Software þar sem hún hafi gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra frá 2021. Áður var hún yfir sjón­varps- og upp­lýs­inga­tækni­sviði Sýn­ar, stýrði verk­efna­stofu hjá N1, auk að starfa fyr­ir Advania á Íslandi og tölvu­leikja­fram­leiðand­ann CCP.

Árdís lauk við diplóma­námi í mannauðsstjórn­un frá Há­skóla Íslands árið 2007 og sama námi í verk­efna­stjórn­un og leiðtoga­færni frá sama skóla 2004.

Freyr Guðmunds­son hef­ur und­an­far­in 15 ár starfað sem ráðgjafi í fjár­tækni, bankaþjón­ustu og ný­sköp­un­ar­grein­um í Evr­ópu, Asíu og Banda­ríkj­un­um. Hann býr að mik­illi reynslu á sviði vöru­stjórn­un­ar og tækni­legr­ar for­ystu, sta­f­rænna umbreyt­inga, leiðtoga­færni og stjórn­un­ar.

Freyr lauk BSc-gráðu í tölv­un­ar­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík árið 2003.

Guðmund­ur Böðvar Guðjóns­son, kem­ur til bank­ans frá Sím­an­um þar sem hann sá um markaðssetn­ingu fyr­ir Sjón­varp Sím­ans. Þar áður var hann deild­ar­stjóri á sölu- og markaðssviði Icelanda­ir.

Guðmund­ur Böðvar lauk BSc-námi í íþrótta­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík 2014 og MSc-prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskipt­um frá Há­skóla Íslands 2017.

Petra Björk Mo­gensen er með víðtæka reynslu úr fjár­mála­geira og hef­ur starfað hjá Íslands­banka frá ár­inu 2019. Hún hafi sinnt stefnu­mót­andi inn­an bank­ans. Síðastliðin tvö ár hef­ur Petra gengt starfi vöru­stjóra út­lána­lausna og tekið þátt í inn­leiðingu á sta­f­rænni stefnu bank­ans. Áður starfaði hún meðal ann­ars hjá WOW air og Ari­on banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka