Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum

Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir. Ljósmynd/Veitur

Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.

Í tilkynningu frá Veitum segir að þau hafi verið ráðin á svið Vatnsmiðla en sviðið ber m.a. ábyrgð á því að tryggja aðgengi að heitu og köldu vatni ásamt fráveitu á veitusvæðum. Þau hafa þegar hafið störf.

Daði er deildarstjóri reksturs Vatnsmiðla og bættist í hópinn fyrr á árinu. Hann kemur til Veitna frá HBH Byggir ehf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri. Daði hefur áratuga reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja í framleiðslu, orkuiðnaði og stóriðju.

Hrefna tók við starfi deildarstjóra fjárfestinga Vatnsmiðla. Hún kemur til Veitna frá Marel þar sem hún starfaði sem stjórnandi í vöruþróun og á fjármálasviði. Hrefna hefur langa reynslu af stjórnun og verkefnastýringu í alþjóðlegum fyrirtækjum í matvælavinnslu, lyfjaiðnaði og líftækni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK