Hlutabréfamarkaður í blóma eftir kjör Trump

Helstu vísitölur hækkuðu á methraða í morgun.
Helstu vísitölur hækkuðu á methraða í morgun. AFP

Hlutabréf hækkuðu á Wall Street snemma morguns eftir að bandarískir kjósendur tryggðu Donald Trump annað kjörtímabil í Hvíta húsinu og Repúblikönum meirihluta á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna.

Helstu vísitölur hækkuðu á methraða sem kann að endurspegla væntingar um vaxtarmiðaðar stefnubreytingar undir stjórn Trump.

Meðal þeirra sem hafa hagnast verulega á kosningasigrinum eru Trump sjálfur og stuðningsmaður hans auðkýfingurinn Elon Musk, en hlutabréfaverð fyrirtækja þeirra, Trump Media og Tesla, hækkuðu annars vegar um 12,3% og hins vegar um 11%.

Afdráttarlaus sigur markaðinum í hag

Aðeins 45 mínútum eftir að markaðurinn opnaði í morgun hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 3,1 prósent og var í 43,538,34. S&P 500-vísitalan hækkaði um 1,8 prósent eða í 5,888,89 á meðan Nasdaq-vísitalan hækkaði um 2,1 prósent í 18,819,03.

Niðurstöður kosninganna þýða að Trump verður með nægt umboð á þingi til að koma sínum helstu stefnumálum og áherslum í lög.

Hækkanirnar gefa til kynna að væntingar fjárfesta til skattalækkana og tilslakana á regluverki séu meiri en áhyggjur þeirra af tollhækkunum sem þeim kunna einnig að fylgja.

Þá kann afdráttarlaus sigur Trump einnig að hafa veri'ð markaðinum í hag enda er fátt verra fyrir hlutabréfasölu en óstöðugleiki, langvarandi pólitísk óvissa, yfirvofandi samdráttur hagkerfisins og jafnvel útbreiðsla óstöðugleika til nærliggjandi landa og bandamanna Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka