Víðtæk áhrif skattahækkana

Frumvarp að lögum um kílómetragjald, sem taka eiga gildi um áramót, felur ekki aðeins í sér kerfisbreytingar heldur jafnframt verulegar skattahækkanir.

Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhrif skattahækkananna víðtæk, en hann er viðmælandi viðskiptaþáttar Dagmála í dag.

„Það sem við heyrum frá okkar geirum er að flutningskostnaður er að fara að hækka, flutningur vara út á land og kostnaður við dreifingu hér í höfuðborginni. Rekstrarkostnaður þeirra sem nota dráttarvélar mun hækka, sem og þeirra sem aka mjólkurbílum og væntanlega aðila eins og Orkubús Vestfjarða sem keyrir á dísilolíu til framleiðslu á raforku yfir harðasta tímann, þannig að þetta eru ansi víðtæk áhrif,“ segir Benedikt

Skili sér út í verðlag

Hann segir breytingarnar bylmingshögg fyrir fyrirtækin og viðskiptavini þeirra. Aukinn rekstrarkostnaður skili sér út í verðlag.

„Fyrirtækin verða fyrir höggi og það má gera ráð fyrir að viðskiptavinir þeirra verði fyrir höggi, hvort sem það eru önnur fyrirtæki eins og til dæmis matvöruverslanir úti á landi, þær munu augljóslega þurfa að hækka verð til þess að mæta þessum kostnaðarhækkunum í vöruflutningi, og bara hinn almenni neytandi,“ segir Benedikt.

Áhrifin segir hann að munu koma fram í nokkrum undirliðum vísitölunnar.

„Öllum undirliðum þar sem menn reiða sig á vöruflutninga. Undirliðurinn sem snýr að veggjöldum verður ekki eini liðurinn sem gera má ráð fyrir að taki hækkunum,“ áréttar Benedikt.

Benedikt S. Benediktsson fer fyrir Samtökum verslunar og þjónustu.
Benedikt S. Benediktsson fer fyrir Samtökum verslunar og þjónustu. Morgunblaðið/Hallur Már
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka