Lækka stýrivexti í annað sinn á árinu

Andrew Bailey seðlabankastjóri
Andrew Bailey seðlabankastjóri AFP

Seðlabanki Englands hefur ákveðið að lækka stýrivexti í annað sinn á þessu ári, en verðbólgan þar í landi hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. 

Bankinn lækkaði vextina um 0,25 prósentustig og standa stýrivextirnir nú í 4,75%. 

Búist er við því að Seðlabanki Bandaríkjanna muni stíga svipað skref síðar í dag þar sem það hefur dregið úr verðbólguþrýstingi á heimsvísu. 

Seðlabankastjórinn Andrew Bailey segir að það hefði verið hægt að stíga þetta skref aftur þar sem ársverðbólgan hafi verið undir viðmiði seðlabankans. 

Vísitala neysluverðs í landinu mælist nú vera 1,7% og hefur hún ekki mælst lægri frá 2021. 

„Við þurfum að tryggja að verðbólgan haldi sér nálægt viðmiðinu, og þess vegna getum við ekki lækkað vexti of snöggt eða of bratt,“ bætti Bailey við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK