Miklar uppsagnir hjá bílaframleiðandanum

Starfsmenn í verksmiðju Nissan í Kaminokawa.
Starfsmenn í verksmiðju Nissan í Kaminokawa. AFP/Brooks

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt um fyrirhugaðar uppsagnir til að mæta samdrætti í sölu Nissan bifreiða. 

Salan hefur dregist saman bæði í Kína og Bandaríkjunum og hyggst fyrirtækið minnka framleiðsluna um fimmtung vegna þessa. 

Gert er ráð fyrir að um 9 þúsund manns muni missa vinnuna hjá fyrirtækinu víða um heim. 

Makoto Uchida forstjóri NIssan segir að Nissan muni endurskipuleggja reksturinn til að geta mætt sveiflum í rekstrinum. Sem dæmi mun forstjórinn lækka um helming í launum og aðrir í efstu lögum fyrirtækisins munu taka á sig launalækkanir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK