Styrkás fari á markað fljótlega

Ásgeir Reykfjörð, forstjóri SKEL
Ásgeir Reykfjörð, forstjóri SKEL mbl.is/Arnþór

Skel stefnir á að skrá Styrkás á markað ekki síðar en árið 2027. Þetta segir Ásgeir Reykfjörð forstjóri Skel í miðopnuviðtali við ViðskiptaMoggann.

Spurður um hvaða tækifæri felist í því segir Ásgeir að það sé vöntun á félagi af þessu tagi í Kauphöllina. Hann geti trúað að félagið verði skráð fyrr á markað.

„Við sjáum að mörg fyrirtæki á þessu sviði eru orðin stór og burðug en þjónustuaðilarnir við þessi fyrirtæki hafa ekki vaxið í samræmi við þau. Með því að stofna Styrkás erum við með félag sem er með það sem kalla má harða samlegð. Við getum sótt fjármagn inn í móðurfélagið og náð líka því sem ég myndi kalla mýkri samlegð eins og til dæmis að bjóða starfsfólki að færa sig innan félaga í samstæðunni. Það gerir vinnustaðinn áhugaverðari en ella og stuðlar þannig að því að varðveita þekkingu,“ segir Ásgeir.

Hann segir mikil verðmæti vera fólgin í mannauði, einkum fyrir fyrirtæki eins og Styrkás.

„Við erum með starfsmenn sem hafa byggt upp þekkingu á starfseminni í áratugi og það er afar erfitt að fá einhvern í staðinn fyrir þá,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segir að miklir möguleikar séu fólgnir í starfsemi Kletts sem er eitt félaga Styrkáss og er leiðandi í sölu og þjónustu og á tækjum til fyrirtækja, ásamt samlegð á rekstri verkstæða.

„Það er skortur á iðnaðarmönnum eins og vélvirkjum og bifvélavirkjum. Við viljum þess vegna geta boðið þeim starfsmönnum upp á sem best starfsumhverfi og skemmtilegustu verkefnin,“ segir Ásgeir.

Viðtalið birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka