Enn eitt Íslandsmet hjá World Class

Björn Leifsson stofnandi World Class.
Björn Leifsson stofnandi World Class. Haraldur Jónasson/Hari

Ríflega 52 þúsund manns eru nú iðkendur hjá World Class-keðjunni á Íslandi. Hafa þeir aldrei verið fleiri og er þetta enn eitt Íslandsmetið hjá fyrirtækinu sem rekur 18 stöðvar. Með því hefur World Class á Íslandi náð vopnum sínum eftir farsóttina og gott betur.

Þannig voru 49.200 iðkendur hjá World Class í mars 2020 þegar fyrirtækið lokaði líkamsræktarstöðvunum vegna samkomubanns í kórónuveirufaraldrinum.

Fyrirtækið náði í mars 2023 sömu hæðum og fyrir faraldurinn en þá voru iðkendur orðnir ríflega 49.300. Þeim hefur síðan fjölgað síðustu 18 mánuði og eru nú sem áður segir ríflega 52 þúsund.

Sjálandið enn á teikniborðinu

Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun þessa árs að World Class hefði um áramótin undirritað samning um kaup á byggingunni Sjálandi við Vífilsstaðaveg í Garðabæ en þar var samnefndur veitingastaður.

Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, áætlaði þá í samtali við blaðið að endurbætur á húsnæðinu og viðbygging myndu kosta 1,2 til 1,3 milljarða.

Enn á hönnunarstigi

Björn segir verkefnið enn á hönnunarstigi. Arkitekt hafi teiknað viðbyggingu til suðurs og hafi sú hönnun verið kynnt Almari Guðmundssyni bæjarstjóra og Björgu Fenger, formanni skipulagsnefndar Garðabæjar, og hafi þau tekið vel í hugmyndina. Næsta skref sé að kynna meirihlutanum hana. Samkvæmt núverandi hugmyndum fari öll uppbygging fram innan lóðar en áður hafi nokkuð stór hluti verið utan lóðar. 

Greinin birtist í ViðskiptaMogganum sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK