Þóknanatekjur jukust milli fjórðunga

Þóknanatekjur viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafa ekki aukist í sama mæli og aðrar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta má lesa úr uppgjörum bankanna.

Snorri Jakobsson, greinandi hjá Jakobson Capital, segir það skýrast af því að fyrsti og annar ársfjórðungur hafi verið undir væntingum hjá bönkunum. Þóknanatekjur á þriðja ársfjórðungi voru almennt meiri en á öðrum ársfjórðungi.

„Annar ársfjórðungur var slæmur hjá bönkunum en rekstur á fjárfestingabankasviði hefur verið þungur. Stór hluti af þóknanatekjunum tengist fjárfestingabankastarfsemi. Það lifnaði aðeins yfir þeim þætti rekstrarins á þriðja ársfjórðungi en hann var þungur á fyrri hluta árs,“ segir Snorri.

Arðsemi eigin fjár meiri á þriðja fjórðungi

Fyrstu níu mánuði ársins 2024 fór arðsemin hjá Landsbankanum úr 10,5% í 11,7%, hjá Íslandsbanka fór hún úr 11,3% í 10,9% og arðsemi hjá Arion banka fór úr 13,9% í 12,2%.

Á þriðja ársfjórðungi 2024 var arðsemi eigin fjár hjá öllum þremur bönkunum meiri en á sama tíma árið 2023. Landsbankinn var með 14% arðsemi eigin fjár samanborið við 10,9% árið áður. Íslandsbanki jók arðsemi sína í 13,2% úr 10,5% árið 2023. Arion banki, sem einnig náði mestu arðsemi meðal bankanna, fór úr 12,9% í 16,1%. Þessi aukning endurspeglar að miklu leyti hækkandi vaxtatekjur og aukna skilvirkni í rekstri. Snorri segir að uppgjör bankanna hafi verið í samræmi við væntingar.

„Það sem hafði áhrif var verðbólgan, hún gekk hratt niður og verðtryggingajöfnuður var mikill og jákvæður hjá bönkunum. Þess vegna voru vaxtatekjur undir væntingum,“ segir Snorri.

Spurður um horfur fyrir fjórða ársfjórðung segir Snorri að þó svo markaðsaðstæður séu betri og vaxtalækkunarferlið hafið þá séu þær enn erfiðar og samdráttur í efnahagslífinu byrjaður að hafa áhrif. Fyrstu níu mánuði ársins 2024 var hagnaður bankanna samanlagður hagnaður bankanna einnig meiri en árið áður. Landsbankinn skilaði 26,9 milljörðum króna í hagnað en 22,4 milljörðum árið 2023. Íslandsbanki fór úr 18,4 milljörðum í 17,9 milljarða og Arion banki fór úr 19,5 milljörðum í rúmlega 17,8 milljarða króna.

Greinin birtist í ViðskiptaMogganum sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK