Sverrir Falur Björnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Sverrir Falur hefur fjölbreytta reynslu af viðskiptaþróun, efnahagsmálum, stefnumótun og samskiptum við hagaðila, að því er kemur fram í tilkynningu.
Frá árinu 2022 hefur hann starfað sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. Þar áður starfaði hann hjá Vodafone og Wow Air.
Sverrir Falur er með MA í hagnýtri hagfræði frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. Þá lagði hann stund á nám á meistarastigi í Strategic Public Relations við University of Stirling og Lund University. Sverrir Falur hóf störf 8. nóvember.