Fjölguðu stöðugildum til að minnka yfirvinnu

Í uppgjörskynningu Festar vegna þriðja ársfjórðungs þessa árs kom fram að Festi og rekstrarfélög þess (N1, ELKO, Krónan, Bakkinn vöruhótel og Yrkir fasteignafélag) hefðu fjölgað stöðugildum um 95 á milli ára þótt leiðrétt væri fyrir áhrifum Lyfju sem kom inn í reksturinn á fjórðungnum.

Spurð í viðskiptahluta Dagmála hvað skýri þessa miklu fjölgun stöðugilda segir Ásta Fjeldsted forstjóri Festar að það sé ýmislegt sem skýri það.

„Við höfum verið að opna á nýjum staðsetningum, meðal annars nýja bíla- og þjónustumiðstöð á Reykjanesi, ný útibú Íseyjar skyrbars og einnig hefur stöðugildum fjölgað í tengingu við útrás Snjallverslunar Krónunnar út á land,“ segir Ásta.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Hún bætir við að Festi hafi auk þess séð hag sinn í að fjölga stöðugildum til að fækka tímum sem starfsmenn vinna í yfirvinnu. Sú áhersla er í takt við það sem Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á í kjaraviðræðum.

„Það hefur verið lenskan hér á landi að unnin sé mikil yfirvinna til að ná ákveðnum launakröfum. Við viljum aftur á móti að fólk geti fengið sómasamleg laun á dagvinnutíma þannig að þetta er ákveðið hagræðingaratriði sem við erum að horfa til í okkar rekstri,“ segir Ásta, sem vill á sama tíma meina að þetta sé betri lending fyrir báða; bæði starfsfólk og vinnuveitanda.

Ásta Fjeldsted er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.
Ásta Fjeldsted er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. mbl.is/Hallur Már

Mætti því ekki segja að yfirvinna sé orðin of dýr ef fyrirtæki sjá hag sinn í að fjölga stöðugildum til að fækka yfirvinnustundum?

„Jú, en það verður að halda því til haga að það koma tilfelli þar sem yfirvinna er nauðsynleg. Til dæmis í vöruhúsinu okkar þegar skipum seinkar út af vondu veðri og vinna þarf á næturnar til að koma vörum út á mánudagsmorgni í verslanir okkar. Svo krefjast afsláttardagarnir dagur einhleypra og svartur föstudagur t.d. yfirvinnustunda. Það er hvetjandi fyrir fólk að geta tekið yfirvinnutíma,“ segir Ásta.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK