Verð á bitcoin tvöfaldast

Rafmyntaiðnaðurinn bindur miklar vonir við endurkjör Trumps.
Rafmyntaiðnaðurinn bindur miklar vonir við endurkjör Trumps. AFP

Verð á bitcoin fór yfir 90 þúsund dali (um 12,5 milljónir ISK) í byrjun vikunnar vegna væntinga um að rafmyntaiðnaðurinn muni blómstra í hagstæðu regluumhverfi eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Fram kemur á Reuters-fréttaveitunni að verð á bitcoin hafi nú meira en tvöfaldast frá lægsta verði ársins sem var um 38,5 þúsund dalir (um 5,6 milljónir ISK).

Þar sem Trump hefur tekið stafrænum eignum (e. digital assets) opnum örmum hefur hann gefið þau loforð að gera Bandaríkin að höfuðvígi allra rafmynta í heiminum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK