Kaupfélag Skagfirðinga vill kaupa B.Jensen

Viðskiptin eru ekki endanlega um garð gengin en spennandi tímar …
Viðskiptin eru ekki endanlega um garð gengin en spennandi tímar framundan að sögn framkvæmdastjóra Kjarnafæðis-Norðlenska. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga (KS) hyggst kaupa fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið B.Jen­sen sem rek­ur slát­ur­hús, kjötvinnslu og versl­un við Lóns­bakka, við landa­mæri Hörgár­sveit­ar og Ak­ur­eyr­ar.

Ak­ur­eyri.net greindi frá fyr­ir­huguðum kaup­um KS fyrr í dag en fyr­ir­tækið eignaðist hluta­fé í Kjarna­fæði-Norðlenska fyrr á ár­inu. 

Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga eru á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga eru á Sauðár­króki. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Slát­ur­hús­in í sömu hendi

B. Jen­sen er fjöl­skyldu­fy­ritæki sem stofnað var árið 1968 af hjón­un­um Benny Al­bert Jen­sen og Jón­ínu Sig­ur­björgu Guðjóns­dótt­ir en nú­ver­andi eig­end­ur eru Erik, son­ur þeirra hjóna, og eig­in­kona hans, Ingi­björg Stella Bjarnd­ótt­ir sem reka fyr­ir­tækið ásamt börn­um sín­um.

Ágúst Torfi Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri Kjarna­fæðis-Norðlenska, staðfesti við Ak­ur­eyri.net að al­var­leg­ar viðræður væru í gangi á milli aðila og spenn­andi tím­ar framund­an. Með kaup­un­um verða bæði stór­gripaslát­ur­hús­in í Eyjaf­irði á sömu hendi. 

„Viðskipt­in eru ekki end­an­lega um garð geng­in og ótíma­bært að tjá sig í smá­atriðum um hvernig mál­um verði fyr­ir komið í fram­hald­inu enda tals­verð vinna framund­an við könn­un val­kosta og fleira,“ sagði Ágúst Torfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka