Forstjóri og framkvæmdastjórn Sýnar fá kauprétt

Sýn á meðal annars Stöð 2 og Vísi.
Sýn á meðal annars Stöð 2 og Vísi. mbl.is/Hari

Stjórn Sýnar hefur tekið ákvörðun um að veita forstjóra og framkvæmdastjórn samstæðunnar kauprétt í félaginu að samtals 5.535.000 hlutum eða sem samsvarar um 2,24% af útgefnu hlutafé félagsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 

Forstjóra Sýnar, Herdís Dröfn Fjeldsted, var veittur kaupréttur að samtals 2.000.000 hlutum. Framkvæmdastjórum var veittur kaupréttur að 505.000 hlutum hver. 

Rúmar 64 milljónir í heildarkostnað

Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið með veitingu kauprétta sé að „tengja langtímahvatakerfi stjórnenda samstæðunnar við afkomu og langtímamarkmið félagsins og þar með langtímahagsmuni hluthafa þess.“ 

Áætlaður heildarkostnaður vegna kaupréttarsamninganna er 64.700.000 íslenskar krónur, miðað við útreikninga Black Scholes. 

Sýn á og rekur Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, Fm957 og X977.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka