Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans hefur Controlant sagt upp fjölda millistjórnenda, starfsmönnum og þó nokkrum í þróunarteymi félagsins í dag. ViðskiptaMogginn greindi frá því í síðustu viku að frekari uppsagnir væru yfirvofandi hjá fyrirtækinu.
Von er á tilkynningu frá fyrirtækinu eftir hádegi að sögn Láru Hilmarsdóttur samskiptastjóra félagsins. Samkvæmt heimildum blaðsins er um að ræða að minnsta kosti 50 manns og fjölmörgum millistjórnendum.
Í tilkynningu frá félaginu kom fram að Trausti Þórmundsson hafi verið ráðinn forstjóri Controlant samhliða Gísla Herjólfssyni núverandi forstjóra félagsins.