Heilsufrumkvöðlar með nýjung á íslenskan markað

Linda Rakel Jónsdóttir og Ingi Torfi Sverrisson, stofnendur LifeTrack.
Linda Rakel Jónsdóttir og Ingi Torfi Sverrisson, stofnendur LifeTrack. Ljósmynd/Aðsend

Heilsufrumkvöðlarnir Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir kynntu á dögunum íslenska nýsköpunarlausn, LifeTrack heilsuappið, sem stuðlar að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.

Í tilkynningu segir að þau Ingi og Linda hafi síðustu ár helgað sig vinnu við að leiðbeina mörg þúsund manns með mataræði, hreyfingu og hugarfar með fyrirtæki sínu ITS Macros.

„Undanfarin ár hefur fólkið okkar náð gríðarlegum árangri. Það hafa þó verið hindranir, s.s. að þurfa að vigta mat og kljást við erlend öpp sem þykja flókin og óáreiðanleg. Eftir að hafa hlustað og greint hvað fólk á Íslandi vill og vill ekki, bjuggum við til verkfæri sem er einfalt í notkun og umfram allt á íslensku og sérsniðið að íslenskum markaði,“ segir Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra og annar stofnanda LifeTrack.

Hún segir að í heilsuappinu séu yfir 9.000 matvörur með strikamerkjum og næringarupplýsingum. Í tilkynningunni kemur fram að heilsuappið hafi farið í loftið fyrir nokkrum dögum og hafi viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum.

Appið, sem var unnið í samstarfi við næringa- og íþróttafræðinga, er aðgengilegt í Apple Store og Google Play undir LifeTrack Iceland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK