Einar Gústafsson ekki lengur forstjóri

Einar Gústafsson hefur látið af störfum sem forstjóri American Seafoods.
Einar Gústafsson hefur látið af störfum sem forstjóri American Seafoods. mbl.is/Gunnlaugur

Einar Gústafsson hefur látið af störfum sem forstjóri American Seafoods og hefur Inge Andreassen sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs þegar tekið við starfi forstjóra. Einar gegndi stöðunni í rúm tvö ár.

„Umfangsmikil þekking [Andreassen] á greininni, vinnslu afurða á sjó og stjórnunar- og leiðtogahæfileikar gerir hann að einum virtasta og hæfasta rekstrarstjóra sjávarútvegsins,“ segir American Seafoods í tilkynningu.

Fram kemur í umfjöllun Intrafish að brotthvarf Einars úr starfi forstjóra hafi borið brátt að og að í fyrri útgáfu af tilkynningu American Seafoods hafi ekki verið minnst á fráfarandi forstjóra.

Félagið er risavaxið útgerðarfyrirtæki og landar um 250 þúsund tonn af alaskaufsa og 70 þúsund tonn af kyrrahafslýsingi á hverju ári, sem er álíka magn af hvítfiski og allur íslenski fiskiskipaflotinn landar á einu fiskveiðiári.

Stóð til að breyta eignarhaldi

Á síðasta ári tilkynnti fjárfestingafélagið Bregal Partners að það myndi selja alla eignarhluti sem væru í sjóði eitt (Bregal Partners Fund I). Fer sjóðurinn með meirihluta hlutafjár í American Seafoods auk þess að fara með hluti í Blue Harvest Fisheries í Massachusetts sem og landeldisfyrirtækinu West Coast Salmon sem vinnur að uppbyggingu laxeldistöðvar í Nevada.

Scott Perekslis, einn af stofnendum Bregal Partners, ákvað vorið 2023 að láta af störfum hjá fjárfestingafélaginu og var greint frá því að hann væri að skipuleggja kaup á eignarhlutum Bregal Partners í sjávarútvegsfyrirtækjum.

American Seafoods tilkynnti hins vegar síðasta sumar að gert yrði hlé á söluferlinu þar til markaðsaðstæður myndu batna.

„Við höfum gert hlé á söluferlinu svo við getum haldið áfram að einbeita okkur að rekstrinum okkar og viðskiptavinum,“ var haft eftir Einari Gústafssyni þáverandi forstjóra American Seafoods í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK