Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga

Félagsbústaðir eru til húsa á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík.
Félagsbústaðir eru til húsa á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagsbústaðir högnuðust um 1,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins en allur hagnaður félagsins er tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna félagsins. Hagnaðurinn verður þannig ekki innleystur nema með eignasölu.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Félagsbústaða sem samþykktur var af stjórn félagsins í gær.

Alls nam matsbreyting fjárfestingareigna 2,6 milljörðum króna og því ljóst að án þeirra hefði félagið tapað ríflega milljarði.

Rekstrartekjur tímabilsins námu 5,3 milljörðum króna og jukust um 10,3% milli ára, en tekjuaukningin er rakin til hærra leiguverðs sökum verðlagsbreytinga, bættri nýtingu eigna og stækkunar eignasafnsins.

Rekstrargjöld námu 2,9 milljörðum króna. Þar af námu rekstur og viðhald eigna 2,3 milljörðum króna en sá liður lækkar um tæp 9% milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2,4 milljörðum.

Eignir félagsnins námu 162 milljörðum í lok tímabils og eiginfjárhlutfall félagsins var 53,4%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK