Orkuveitan skilar 5,1 milljarðs kr. afgangi

Forstjóri Orkuveitunnar segir fjölmörg verkefni standa yfir hjá fyrirtækinu.
Forstjóri Orkuveitunnar segir fjölmörg verkefni standa yfir hjá fyrirtækinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rekstur Orkuveitunnar skilaði 5,1 milljarðs króna afgangi á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er 44% aukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Þetta kemur fram í níu mánaða uppgjöri Orkuveitunnar.

Veltufé jókst um 5,2% á milli ára

Veltufé frá rekstri fyrstu níu mánuði ársins nam 20,7 milljörðum króna og jókst um 5,2% á milli ára.

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 21,4 milljörðum króna á tímabilinu sem er 20% aukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Haft er eftir forstjóra Orkuveitunnar, Sævari Frey Þráinssyni, í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem segir fjölmörg verkefni standa yfir hjá Orkuveitunni:

„Þeirra á meðal er aukin stafræn þjónusta, áframhaldandi uppbygging fyrir orkuskiptin og á dögunum fengum við góðar fréttir af öflun aukins vatns í hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK