Gullfundur úr fyrstu rannsóknarborunum í Nanoq

Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq segir þessar niðurstöður marki mikilvægan áfanga …
Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq segir þessar niðurstöður marki mikilvægan áfanga í gull rannsóknum á Grænlandi. Stefán Einar

Niðurstöður úr vel heppnuðum rannsóknarborunum auðlindarfélagsins Amaroq Minerals í Nanoq leyfinu, sem er staðsett á Nanortalik gullbeltinu í Suður-Grænlandi, skiluðu sterkum niðurstöðum með háum styrkleika gulls með allt að 123/gt yfir 0,5 metra.

Það þykir undirstrika mikla möguleika leyfisins ásamt að styrkja stöðu félagsins á þessu gullleitarsvæði.

Þetta segir í tilkynningu Amaroq til kauphallarinnar, þar sem fram kemur borunarverkefni á þessu ári fólust í tveimur borholum sem boruðu samtals 133 metra í jörðu. Þá þykir staðsetning þeirra renna stoðum undir jarðlíkan Amaroq af svæðinu, sem og staðfesta magn málms í jörðu.

Borholukjarninn fór í gegnum þrjú lög af háum styrkleika gulls í kvars-æðum, með talsvert að sýnilegum gullögnum.

„Þessar niðurstöður marka mikilvægan áfanga í rannsóknum okkar í Grænlandi og staðfestir mikla möguleika Nanoq sem gullvinnslusvæðis og styður við skilning okkar á Nanortalik gullbeltinu. Hið sýnilega gull sem við sjáum í kjarnanum frá Nanoq er í ætt við þann háa styrkleika gulls sem við þekkjum úr Nalunaq, og undirstrikar möguleika þess að finna gull í magni sem telja má í milljónum únsa.”

„Við horfum nú til þess að útvíkka rannsóknir okkar á svæðinu sem og að kanna hagkvæmni þess að flytja efni frá Nanoq til áframhaldandi vinnslu í nýreistu vinnsluhúsi okkar í Nalunaq. Sú aðgerð getur bæði í senn staðfest mikla möguleika og efnahagslegar forsendur Nanoq sem og komið okkur í þá stöðu að auka framleiðslu og fjárstreymi með því að nýta og stækka vinnslugetu núverandi innviða okkar,” segir Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK