Kínverskir tæknirisar blanda sér í bílasmíði

Tæknirisinn Xiaomi hóf að selja rafbílinn SU7 síðastliðið vor.
Tæknirisinn Xiaomi hóf að selja rafbílinn SU7 síðastliðið vor. Morgunblaðið/Baldur

Kínverjar hafa náð yfirburðastöðu í framleiðslu á sólarsellum og rafhlöðum og eru nú að ná miklum árangri í bílasmíði. Kína flytur nú út fleiri bíla en nokkur önnur þjóð og er með mikið forskot á rafbílamarkaði.

Þar njóta þeir þess að hafa byggt upp öflug hátæknifyrirtæki sem taka þátt í þróun rafbílanna.

Úr snjallsímum í bíla

Ný rafbílaverksmiðja Xiaomi í Peking er gott dæmi um þessa uppbyggingu. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og varð á fáum árum einn mesti framleiðandi snjallsíma í heiminum. Það hafði aldrei smíðað bíl þegar verksmiðjan í Peking var opnuð síðastliðið vor en hefur nú þegar selt 100 þúsund eintök af rafbílnum SU7.

Huawei, annar tæknirisi í Kína, hefur einnig tekið þátt í smíði rafbíla en innkomu Huawei og Xiaomi á bílamarkaðinn má líkja við það ef Google og Apple færu að smíða bíla.

Eignast alþjóðleg stórfyrirtæki

Hin hraða uppbygging rafbílamarkaðarins í Kína er hluti af þeirri stefnu kínverskra stjórnvalda að byggja upp hátæknifyrirtæki sem eru í fremstu röð í heiminum. Árangurinn af þessari uppfærslu á kínverskum iðnaði birtist í því að Kínverjar hafa eignast alþjóðleg stórfyrirtæki sem eru komin í fremstu röð og flyta út hátæknivörur undir eigin merkjum.

Kínverjar hafa einnig byggt upp háþróað flutningakerfi. Dæmi um það er fyrirtækið JD Logistics sem er með þúsundir vísindamanna í vinnu við að þróa tækni til að dreifa vörum á hagkvæmari hátt. Markmiðið er að verða eitt stærsta dreifingarfyrirtæki heims.

ViðskiptaMogginn heimsótti á dögunum bílaverksmiðju Xiaomi og vöruhús JD Logistics í Peking og kynntist því hversu langt Kína er komið í tækni.

Úttektina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka