Niðurfærsla á gengi Controlant litar afkomuna

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga.
Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga. Ljósmynd/Aðsend

Samstæða Vátryggingafélags Íslands hagnaðist um 427 milljónir króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 607 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi með 9,8% vöxt milli ára. Kostnaðarhlutfall fer lækkandi og samsett hlutfall í takt við markmið.

Hreinar tekjur í fjármálastarfsemi nema 492 milljónum króna á fjórðungnum og vaxa um 86% milli ára í pro-forma samanburði. Eigið fé samstæðu nemur 20,4 milljörðum króna en arðsemi eigin fjár nam 8,5% á ársgrundvelli en hún nam 14,6% á síðasta ári.           

60% niðurfærsla

Fjárfestingatekjur á þriðja fjórðungi námu 713 milljónum króna eða því sem nemur 1,6% nafnávöxtun. Fjárfestingatekjur fyrstu 9 mánuði ársins námu samtals 2.011 milljónum króna sem samsvarar 4,6% ávöxtun.

Ávöxtun af skráðum hlutabréfum tók við sér á fjórðungnum og námu 293 milljónum króna, en rúmlega 60% niðurfærsla á gengi Controlant, úr 80 krónur á hlut í 30 krónur á hlut, hafði neikvæð áhrif á ávöxtun. Námu áhrif af lækkun á virði Controlant alls um 417 milljónum króna á fjórðungnum.

Ætla að lækka árlegan rekstrarkostnað um 300 milljónir

Félagið horfir til þess að auka skilvirkni innan samstæðunnar, og hafa nýverið ráðist í aðgerðir sem miða að því að lækka árlegan rekstrarkostnað samstæðunnar um 300 milljónir króna.

Samhliða þessu horfir félagið til þess að ná fram árlegri kostnaðarsamlegð í fjármálastarfsemi um ríflega 220 milljónir með innkomu Íslenskra verðbréfa í samstæðuna. Samanlagt eiga þessar aðgerðir að skila samstæðunni ríflega 500 milljóna afkomubata horft fram á veginn.

Grunnreksturinn gengið vel

Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni forstjóra samstæðunnar í uppgjörstilkynningu að grunnrekstur samstæðunnar hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi ársins.

„Áframhaldandi vöxtur einkenndi tryggingastarfsemina og undirliggjandi arðsemi batnaði áfram líkt og undanfarna fjórðunga. Iðgjaldavöxtur var 9,8% á fjórðungnum sem er í takt við áætlanir og samsett hlutfall var 92,3% sem er talsverð lækkun á milli ára. Tekjur af fjármálastarfsemi halda áfram að vaxa og afkoman fer batnandi eftir nokkrar sveiflur á fyrri hluta árs. Aukin umsvif á fjármálamörkuðum með haustinu gefa jafnframt tilefni til bjartsýni varðandi komandi misseri. Ávöxtun af fjárfestingaeignum á tímabilinu var undir markmiðum en niðurfærsla á virði Controlant í litaði afkomu fjárfestinga talsvert. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var grunnrekstur samstæðunnar í takt við markmið og eru horfur ársins og rekstrarmarkmið til lengri tíma óbreyttar,” segir Haraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka