Skiljanlegt að verðtryggðir vextir hækki

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:36
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:36
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kári S. Friðriks­son, hag­fræðing­ur hjá Ari­on banka, seg­ir skilj­an­legt að bank­arn­ir hækki verðtryggða vexti þegar verðbólg­an lækk­ar. Þetta seg­ir hann í viðskipta­hluta Dag­mála en hann var gest­ur ásamt Unu Jóns­dótt­ur aðal­hag­fræðingi Lands­bank­ans. Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni hér:

Vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðlabank­ans er hafið og standa stýri­vext­ir í 8,5% og verðbólg­an mæl­ist nú 5,1%. Íslands­banki og Ari­on banki lækkuðu óverðtryggða vexti en hækkuðu verðtryggða vexti í kjöl­far vaxta­lækk­un­ar­inn­ar og fengu á sig mikla gagn­rýni fyr­ir.

„Þetta velt­ur mikið á fjár­mögn­un­ar­kostnaði bank­ans og við sjá­um að það hef­ur dregið úr mun­in­um á verðtryggðum vöxt­um á skulda­bréfa­markaði og verðtryggðum vöxt­um á íbúðalán­um þannig að bank­arn­ir hafa verið að taka minna til sín en áður. Að því leyt­inu til er þetta leiðrétt­ing. Raun­vaxta­stig hækkaði mikið fram á vor og vext­ir á íbúðalán­um áttu eft­ir að fylgja eft­ir, þannig að ekki er hægt að segja að þeir séu óeðli­lega háir núna,“ seg­ir Kári.

Una bend­ir á að fræðin gangi út á að verðtryggðir vext­ir að viðbættri verðbólgu séu um það bil það sama og óverðtryggðir vext­ir.

„Það má því ímynda sér að þessi staða sé raun­in þegar við erum að horfa fram á að verðbólg­an verði í kring­um 3% í svipað háu vaxta­stigi og nú er,“ seg­ir Una.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK