50 manna hópur stjórnar öllu

Hermann segir að íslenskt atvinnulíf hafi sjaldan staðið betur.
Hermann segir að íslenskt atvinnulíf hafi sjaldan staðið betur. Eyþór Árnason

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Kemi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að íslenskt atvinnulíf hafi sjaldan staðið betur. Sumt sé þó neikvætt. „Ef maður horfir tuttugu ár aftur í tímann þá hefur mjög margt breyst til batnaðar. Sumt sé þó neikvætt. „Ef maður horfir tuttugu ár aftur í tímann þá hefur mjög margt breyst til batnaðar. Fagmennskan er miklu meiri og hlutir eru mun betur undirbúnir og betur fjármagnaðir en áður. Það er minna um að menn fari í atvinnurekstur með tvær hendur tómar og voni bara það besta. Ég held að öll þessi háskólamenntun sé að skila sér inn í atvinnulífið. Það er meiri þolinmæði og skilningur á að hlutir taki tíma og að ekki sé vert að fara af stað nema að vel athuguðu máli.“

Umfangsmikið eignarhald

Hermann segir um hið neikvæða við skráða markaðinn að eignarhald lífeyrissjóðanna sé mjög umfangsmikið. „Fyrirtæki eins og mitt, sem er í einkaeigu, lendir í samkeppni við lífeyrissjóðina hvert sem það snýr sér. Þeir eru ekki vondir eigendur en þeir eru ekki með skýra stefnu í rekstri. Það vantar aldrei fjármuni inn í fyrirtækin sem þeir eiga. Þetta eru vel rekin félög með gott aðgengi að peningum. Samkeppnislega er erfitt að eiga við þá fyrir utan þá staðreynd að í þessum stærstu fyrirtækjum á markaðnum er það mikið sama fólkið sem öllu stjórnar. Þetta er svona fimmtíu manna hópur.“

Hermann segir að þetta fólk sitji annaðhvort í stjórnum félaganna eða stýri þeim. „Það þekkist allt og hittist svo reglulega á fundi Viðskiptaráðs eða Samtaka atvinnulífsins. Það verður sífellt erfiðara fyrir minni fyrirtæki eins og Kemi að komast í mjög stór viðskipti hér innanlands því hópurinn þekkist innbyrðis. Það er traust á milli manna og viðskiptin fljóta mikið á milli stórra fyrirtækja.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka