Á mánudaginn nk. fer lokamálflutningur fram í máli sem bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði gegn tæknirisanum Google.
Félaginu er gefið að sök að hafa með ólögmætum hætti stjórnað auglýsingasölu á gervöllu netinu stöðu sinnar vegna. Að sögn Reuters telja bandarísk yfirvöld að Google sé í einokunarstöðu á auglýsingamarkaði fyrir netþjóna.
Auglýsendur sem hafa borið vitni telja sig nauðbeygða að miðla auglýsingum sínum í gegnum Google, annars er það ávísun á verulegt tekjutap.