Samið um kaup á 28 vindmyllum á 20 milljarða

Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri …
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu.

Fyrri 14 vindmyllurnar verða reistar snemma árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað er með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027, að því er Landsvirkjun greinir frá.

Fram kemur í tilkynningu, að Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar, með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð var unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry.

Þá segir, að öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október. Þrír framleiðendur tóku þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH átti hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra sem eru rúmir 20 milljarðar kr.

Þjónustusamningur til 15 ára

„Framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hefur reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi því fyrirtækið framleiddi vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ eru frá Enercon komnar,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram, að í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið sé fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta 15 ára.

Ljúka vegagerð á svæðinu

„Áður en til kasta Enercon kemur verður lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þarf vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar o.fl. Sú mannvirkjagerð hefst á næsta ári, en stefnt er að útboði þess verks fyrir lok ársins.

Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggst Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu,“ segir í tilkynningunni. 


Myndatexti: Samið um kaup á 28 vindmyllum á 20 milljarða. Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka