Ábyrg framtíð, Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru þau framboð, sem hafa samþykkt skattloforð samtaka Skattgreiðenda um að hækka ekki eða jafnvel lækka skatta á næsta kjörtímabili.
Fram kemur í tilkynningu samtakanna, sem var nýlega sent oddvitum allra framboða í hverju kjördæmi, boð um að skrifa undir umrædd skattaloforð.
Í loforðinu felst að viðkomandi frambjóðendur strengja þess heit að hækka ekki skatta eða búa til nýja á komandi kjörtímabili, verði þeir kjörnir á Alþingi.
Tilgangur skattaloforðsins sé að hjálpa þeim kjósendum, sem enn hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa, hvort vilji þeirra sé að greiða hærri skatta á næsta kjörtímabili eða ekki.