SKE rannsakar milljarða viðskipti Landlæknis

Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar m.a. samninga sem Landlæknir gerði við …
Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar m.a. samninga sem Landlæknir gerði við Helix health ehf. dótturfélag Origo. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur hafið rannsókn á hvort embætti landlæknis hafi beitt aðgangshindrunum. Málið varðar milljarða samninga við eitt fyrirtæki um þjónustu og uppsetningu sjúkraskrákerfa, ásamt margvíslegum hugbúnaði innan heilbrigðiskerfisins. 

Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður sem hefur gætt hagsmuna heilbrigðitæknifyrirtækjanna Köru Connect og Skræðu ehf., segir í samtali við Morgunblaðið það vera ánægjuefni að SKE sé byrjað að rannsaka þessi mál.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV í gær. 

Aðgangshindranir um áratugaskeið

„Það er ánægjulegt, en líka mikilvægt, að Samkeppniseftirlitið sé loks komið með þessi mál á dagskrá en það er löngu tímabært, enda komin formleg kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA. Aðgangshindranir hafa viðgengist á heilbrigðistæknimarkaðnum um áratugaskeið og landlæknir hefur átt milljarðaviðskipti við einn einkaaðila á markaði, Origo hf., nú Helix, sem komist hefur í yfirburðastöðu og hefur öll spil á hendi sér. Það er ekki eðlilegt að einn einkaaðili eigi alla þræði rafræns heilbrigðiskerfis fyrir tilstuðlan ríkisins. Vitanlega hefur þetta samkeppnishamlandi áhrif og dæmin sýna það.

„Það er sífellt talað um fjársvelt heilbrigðiskerfi en enginn talar um þennan gífurlega kostnaðarlið til eins einkaaðila um alla þræði rafræns heilbrigðiskerfis, m.a. við að plástra Sögu sjúkraskrárkerfi frá 1993 í hans eigu án þess að ríkið fái rönd við reist. Kostnaður hleypur á mörg hundruð milljónum ár hvert í vasa einkaaðila og nýsköpunarframtakið lýtur í lægra haldi. Sjúkraskrárkerfið hefur auk þess sætt gagnrýni innan heilbrigðisstéttarinnar fyrir að vera gamaldags og mæta ekki kröfum nútímans," segir Lára.

Landlæknir vill ekki útboð

Plástra gamalt kerfi fyrir milljarða

„Það er skýrsla frá Boston Consulting Group sem gerð var fyrir íslenska ríkið árið 2012 þar sem mælt var með kaupum á nýju heildstæðu rafrænu sjúkraskrárkerfi, sem styðja betur við önnur kerfi, þar sem slíkt var talið nauðsynlegt og hagkvæmara til lengra tíma litið. Ákveðið var hins vegar að fara plástra-leiðina, halda áfram að kaupa, viðhalda og plástra og bæta við Sögu sjúkraskrárkerfi fyrir milljarða,“ bendir Lára á.

Lára bætir við að Alma Möller, landlæknir í leyfi, komi nú fram sem stjórnmálamaður og tali um að heilbrigðiskerfið sé í gífurlegri „innviðaskuld“ á sama tíma og borið er blak af innkaupum embættisins í gegnum árin.

„Í þokkabót var Origo fengið til að þróa Heilsuveru án útboðs og í dag er Heilsuveruviðmótið eins og við þekkjum, alfarið í eigu Origo/Helix. Þau innkaup landlæknis hafa verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útboðsmála, svo sem frægt er orðið. Á hinn bóginn lét Alma Möller þau orð falla í viðtali á Bylgjunni að öll innkaup landlæknis hefðu verið í samræmi við lög – algerlega óháð því sem úrskurðað hefur verið í tvígang."

„Eðlilega svíður heilbrigðistæknifyrirtækjum undan þessum ummælum. Það er ekki eðlilegt að nýsköpunarfyrirtækin Kara Connect og Skræða ehf. þurfi að taka slaginn við íslensk heilbrigðisyfirvöld til fjölda ára. Í stað þess að taka til skoðunar þá gífurlegu „innviðaskuld“ sem landlæknir vísaði til í viðtali, var ákveðið að fara í dómsmál. Dómsmál sem heilbrigðisráðherra þótti miður og sagði alfarið ákvörðun landlæknis,“ segir Lára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka