Raunvextir haldist jákvæðir í langan tíma

Líklegt er að raunvextir verði í kringum 2-3% á næsta ári og gætu haldist í því stigi næstu árin. Þetta segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur ásamt Kára S. Friðrikssyni hagfræðingi hjá Arion. Raunvaxtasstigið er nú 3,9%.

„Það er líklegt að verðbólgan fari hratt niður á næstunni en hún gæti aukist lítillega þegar líður á næsta ár þegar áhrifin af einskiptisliðunum detta út," segir Una og bætir við að ef vextir fara hægt niður gæti raunvaxastigið haldist jákvætt í langan tíma.

Hún bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út að það þurfi það áðhaldsstig sem sé nú til að ná verðbólgunni niður innan ásættanlegs tíma.

„Hvað það þýðir er óljóst. Við gerum ráð fyrir að verðbólgan verði í kringum 3% á næsta ári sem er býsna nálægt verðbólgumarkmiði. Sigur í baráttu við verðbólguna er í augnsýn," segir Una.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Viðskiptahluti Dagmála

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK