Á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 45,7 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd.
Halli á vöruskiptajöfnuði var 76 milljarðar króna en 140,5 milljarða króna afgangur var á þjónustujöfnuði, að því er kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.
Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.793 miljarða króna eða 40,2% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 130 ma.kr. eða 2,9% af VLF á fjórðungnum.