Beint: Fjalla um sameiningu Marel og JBT

Forstjórar Marel og JBT, Árni Sigurðsson og Brian Deck, ásamt fjármálastjóra JBT, Matt Meister, verða í beinu streymi frá opnu húsi Marel kl. 13:00 í dag þar sem þeir taka þátt í arinspjalli og fjalla um þau stóru tækifæri og samlegðaráhrif sem felast í sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan:

„JBT lagði fram val­frjálst yf­ir­töku­til­boð í Mar­el í júní á þessu ári. Til­boðið renn­ur út 20. des­em­ber nk. og er háð samþykki hlut­hafa JBT, eft­ir­litsaðila og 90% hlut­hafa Mar­el.

Á dögunum sagði JBT frá því að samþykki frá öll­um hlutaðeig­andi eft­ir­lits­yf­ir­völd­um vegna samrun­ans væri í höfn. Fyrr í sum­ar lá fyr­ir 99% samþykki hlut­hafa­fund­ar JBT. Það eina sem eft­ir stend­ur er samþykki hlut­hafa Mar­el en fjöldi lífeyrissjóða hefur þegar lýst yfir að þeir muni samþykkja tilboðið sem fyrir liggur.

Hlut­haf­ar Mar­el munu eiga um 38% hluta­fjár sam­einaðs fé­lags eft­ir viðskipt­in,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK