Forstjórar Marel og JBT, Árni Sigurðsson og Brian Deck, ásamt fjármálastjóra JBT, Matt Meister, verða í beinu streymi frá opnu húsi Marel kl. 13:00 í dag þar sem þeir taka þátt í arinspjalli og fjalla um þau stóru tækifæri og samlegðaráhrif sem felast í sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan:
„JBT lagði fram valfrjálst yfirtökutilboð í Marel í júní á þessu ári. Tilboðið rennur út 20. desember nk. og er háð samþykki hluthafa JBT, eftirlitsaðila og 90% hluthafa Marel.
Á dögunum sagði JBT frá því að samþykki frá öllum hlutaðeigandi eftirlitsyfirvöldum vegna samrunans væri í höfn. Fyrr í sumar lá fyrir 99% samþykki hluthafafundar JBT. Það eina sem eftir stendur er samþykki hluthafa Marel en fjöldi lífeyrissjóða hefur þegar lýst yfir að þeir muni samþykkja tilboðið sem fyrir liggur.
Hluthafar Marel munu eiga um 38% hlutafjár sameinaðs félags eftir viðskiptin,“ segir í tilkynningu.