Noona er allt í eigu Símans

Í júlí bannaði Sam­keppnis­eft­ir­litið tímabundið að fram­kvæma samruna áður en …
Í júlí bannaði Sam­keppnis­eft­ir­litið tímabundið að fram­kvæma samruna áður en SKE hefði tekið af­stöðu til hans. mbl.is/Hari

Síminn hefur með samþykki Samkeppniseftirlitsins klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland, sem heldur utan um innlendan rekstur Noona Labs ehf.

Dótturfyrirtækið Síminn Pay mun stýra sameiginlegum rekstri fyrirtækjanna ásamt því að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í vistkerfi Noona. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

Noona var valin vinsælasta vefþjónusta landsins í árlegri mælingu Maskínu og var valið app ársins 2023. Lausnir Noona og SalesCloud voru nýlega samþættar og bjóða nú upp á bókunarkerfi fyrir ýmsa þjónustuaðila.

Ný framkvæmdastjóir Noona

Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Símans Pay, segir í tilkynningunni að markmiðin með kaupunum séu að „auka enn frekar úrval þeirra fyrirtækja sem hægt er að stunda viðskipti við í gegnum Noona appið sjálft“ og að „bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini Noona og SalesCloud í heild.“

Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Símans Pay og Noona.
Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Símans Pay og Noona. Ljósmynd/Síminn

App Noona muni halda áfram í óbreyttri mynd og Síminn muni reka Noona og SalesCloud áfram undir sínum eigin vörumerkjum.

Teymið sem stofnaði Noona heldur einnig áfram að vinna með Símanum, bæði að vöruþróun og við að þjónusta viðskiptavini, að sögn Gunnars, en hann verður samhliða framkvæmdastjórastöðu sinni í Símanum Pay jafnframt nýr framkvæmdastjóri Noona Iceland ehf.

Noona Iceland veitir um 1.300 fyrirtækjum á Íslandi þjónustu í dag og fjölgar þeim ört. Viðskiptavinir SalesCloud voru um 300 talsins við sameiningu félagsins við Noona fyrir nokkrum vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK