Samskip fá að áfrýja til Hæstaréttar

Samskip hafa fengið leyfi til að áfrýja dómi tengdum sátt …
Samskip hafa fengið leyfi til að áfrýja dómi tengdum sátt Eimskipa við SKE til Hæstaréttar. mbl.is/Sigurður Bogi

Hæstiréttur samþykkti í gær, þriðjudag, beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi vegna dóms sem féll í Landsrétti í september sl. þar sem Samkeppniseftirlitið (SKE) var sýknað af kröfum Samskipa.

Samskip höfðu krafist þess fyrir dómstólum að úr­sk­urður áfrýj­un­ar­nefnd­ar SKE um að vísa frá kæru Sam­skipa yrði ógilt­ur.  

Samskip höfðu kært sátt til áfrýjunarnefndarinnar sem Eim­skip gerðu við SKE 16. júní 2021, þar sem síðarnefnda fé­lagið gekkst við því að hafa átt í sam­ráði við Sam­skip, greiddi sekt­ir og skuld­batt sig til þess að hætta öllu viðskipta­legu sam­starfi við Sam­skip. Samskip kröfðust þess að um­rædd skil­yrði um að skipa­fé­lög­in hættu viðskipta­legu sam­bandi yrðu felld úr gildi.

Héraðsdómur hafði fellt úrskurð áfrýjunarnefndarinnar úr gildi og taldi að Samskip gætu borið gildi sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina.

Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að aðili að samráðsmáli sem ekki hefði viðurkennt samkeppnisbrot sem til rannsóknar hefði verið, eins og ætti við um Samskip, gæti ekki talist aðili að sátt annars aðila sem hefði viðurkennt slíkt brot.

Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og samþykkti því, eins og áður segir, beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK