Stjórnarkreppur auka á vandræði ESB

Ursula Von der Leyen og ESB þurfa að bretta upp …
Ursula Von der Leyen og ESB þurfa að bretta upp ermarnar. AFP/Nicolas Tucat

Stjórnarkreppur í Frakklandi og Þýskalandi hafa valdið verulegum áskorunum í nútímavæðingu á veikburða hagkerfi Evrópusambandsins (ESB). Ástandið hefur einnig gert evrópskum fyrirtækjum erfiðara fyrir að taka viðskiptaákvarðanir, svo að þau séu samkeppnishæf á alþjóðavísu.

Að sögn Reuters féllu ríkisstjórnir tveggja stærstu hagkerfa ESB á mikilvægum tímamótum, þar sem ESB standi á sama tíma frammi fyrir hugsanlegum afleiðingum af endurkomu Donalds Trumps í Hvíta húsið og mögulegu tollastríði við Kína.

Til að mynda glíma franskir koníaksframleiðendur við nýja kínverska tolla á meðan rekstur þýskra bílaframleiðenda er í mikilli óvissu vegna rafbílastefnu og regluveldis ESB.

Þrátt fyrir samstöðu innan ESB um nauðsyn á efnahagslegum umbótum til þess að mæta þörfum 450 milljóna íbúa, gætir sífellt meiri efa um getu stjórnmálamanna til að hrinda þessum umbótum í framkvæmd.

„Franska kreppan ásamt þeirri þýsku má ekki hægja á framkvæmd efnahagsumbótanna,“ sagði Enrico Letta, höfundur skýrslu ESB um veikleika í efnahag Evrópu, við Reuters.

Fall ríkisstjórnar Emmanuels Macrons forseta Frakklands aðeins nokkrum vikum eftir fall ríkisstjórnar Olafs Scholz í Þýskalandi gæti markað endalok á fjámálastöðugleika í ESB sem glímir við mikla skuldsetningu, bætti hann við.

Íbúar Evrópu hafa búið við minni hagvöxt en í Bandríkjunum frá 2008, m.a. vegna lágrar framleiðni og refsiaðgerða gegn Rússlandi, sem hefur hamlað hagvexti í ESB.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK