Erla ráðin rekstarstjóri

Erla hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Advise Business Monitor.
Erla hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Advise Business Monitor. Ljósmynd/Aðsend

Erla Símonardóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Advise Business Monitor. Hún kemur inn í félagið með víðtæka reynslu af fjármála- og verkefnastjórnun, að því er segir í tilkynningu. 

Advise er íslensk hugbúnaðarlausn á sviði viðskiptagreindar sem veitir stjórnendum bætta yfirsýn og innsýn í rekstur sinn með rauntíma- fjárhagsgreiningum.

Fram kemur í tilkynningu Advise að Erla hafi síðastliðinn ár verið fjármálastjóri Búseta þar sem hún bar m.a. ábyrgð á fjárstýringu, eignastýringu og fjármögnun nýbygginga verkefna. Áður hafði hún unnið hjá Deloitte og slitastjórn Kaupþings. 

Erla er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun (M.Acc) frá Háskóla Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK